599 6660 OpnunartÝmar EN
f / FrÚttir
EN

FrÚttir

Fyrsta Svansvotta­a veitingah˙si­ ß ═slandi

Það má eiginlega segja að okkur hafi fundist frekar sjálfsagt að í rekstri Nauthóls yrði borin sérstök virðist fyrir umhverfinu og náttúrunni þar sem  staðsetning staðarins í raun bara krefst þess. Formlegt ferli hófst hins vegar ekki fyrr en tæpum tveimur árum eftir opnun, eða í byrjun árs 2012. Frá því að ákveðið var að leggjast á eitt um að innleiða svaninn á Nauthól liðu líklega 9-10 mánuðir þar til við fengum vottunina formlega í hendurnar og Nauthóll var þá orðinn fyrsti Svansvottaði veitingastaðurinn á Íslandi.

Það að öðlast vottun Svansins krefst margra mjög misflókinna skilyrða. Svanurinn setur kröfur um að veitingahús uppfylli ákveðin grunnskilyrði og nái síðan ákveðnum stigafjölda þar fyrir  utan, og þar af leiðandi getur hvert veitingahús fyrir sig aðeins ráðið hvaða áherslur þeir setja þegar kemur að verndun umhverfisins og hvernig þeir vilja uppfylla skilyrði Svansins. 

Svanurinn setur skilyrði um að tiltekið hlutfall að matvælum séu það sem kallast „local“ eða komi frá stöðum sem eru innan ákveðinnar fjarlægðar frá veitingastaðnum. Þetta skilyrði er ekki erfitt að uppfylla á litlu landi eins og Íslandi. Svanurinn setur hins vegar einnig skilyrði um notkun lífrænt ræktaðra matvæla og hafa hin Norðurlöndin átt auðvelt með að raka inn stigum í þessum flokki þar sem framboð á lífrænt ræktuðum matvælum er töluvert meira á Norðurlöndunum en hér á Íslandi. Nauthóll ákvað þó að bjóða upp á töluvert mikið af lífrænum vörum og fannst okkur tilvalið að hafa bæði lífrænt vín og lífrænan bjór á matseðli.

Nauthóll hefur alltaf boðið upp á gott úrval grænmetisrétta á matseðli og var því auðvelt fyrir okkur að uppfylla þetta skilyrði. Á þeim matseðli sem nú er í boði eru til dæmis allt í allt sjö grænmetisréttir. Auk þess setur Svanurinn þær kröfur að enginn matur innihaldi erfðabreytt matvæli.

Nauthóll hefur verið í frábærri stöðu, sem nýtt veitingahús, til þess að uppfylla öll skilyrði Svansins án mjög mikillar vinnu eða tilkostnaðar. Ferlið var mjög fræðandi og skemmtilegt fyrir okkur sem að því komum og auk þess skemmtilegt að sjá hversu vel almenningur tekur þessu skrefi okkar og ég er alveg sannfærð um að við rekum miklu hreinna, umhverfisvænna og betra veitingahús fyrir vikið. 

Fyrsta Svansvotta­a veitingah˙si­ ß ═slandi
Efst ß sÝ­u