599 6660 OpnunartÝmar EN
f / FrÚttir
EN

Ůakkir

Br˙­kaupsveisla 24. j˙nÝ

Sæl og blessuð, ég vildi bara koma á framfæri kærum þökkum hvernig var staðið að brúðkaupsveislunni okkar á þriðjudagskvöldið.

Salurinn var mjög fínn og uppröðunin virkaði einmitt eins og ég vildi. Maturinn var frábær og kannski mikilvægast af öllu held ég að þjónustan hafi verið sú allra besta sem ég hef upplifað. Allar stúlkurnar sem gengu um voru alltaf með bros á vör og þær sinntu öllum litlu börnunum með þvílíkum sóma að foreldrarnir gátu notið veislunnar meira eða minna í friði.

Við erum alveg í skýjunum yfir þessari vel heppnuðu veislu :)

Kærar þakkir fyrir okkur. 

Kveðja Brynhildur og Halldór

Efst ß sÝ­u