599 6660 OpnunartÝmar EN
f / FrÚttir
EN

FrÚttir

Nauthˇlshlaupi­ 2014

Góðan dag kæra fólk.

 

Jæja nú getur fólk hamið örvæntingu sína og óvissu því að hið árlega Nauthólshlaup verður haldið með prompi og prakt sunnudaginn 5. október kl.11.00. Valið stendur á milli 5 km og 10 km og er öllum aldurshópum velkomið að taka þátt.

 

Veglegir útdráttarvinningar í boði sem og vinningar fyrir fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki.  

 

Að amstri loknu tekur svo starfsfólk okkar á móti ykkur vopnuð ausum og en nú aðeins til að bjóða ykkur upp á dýrindis súpu með teygjunum, því það er fátt annað mikilvægara en góð næring að lokinni æfingu.

 

Við mælum eindregið með að skrá sig sem fyrst því ekki aðeins er hún ókeypis heldur einnig verður takmarkaður fjöldi í hlaupinu.

 

Nauthólshlaupið er eins og áður skipulagt í samstarfi við hlaup.is og er skráning komin á fullt þar - ATH ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

 

Fyrir nánari upplýsingar smellið á þessa slóð: http://hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=25922Hlökkum til að sjá ykkur galvösk í hlaupaskónum með bros á vör!

 

Nauthˇlshlaupi­ 2014
Efst ß sÝ­u