599 6660 OpnunartÝmar EN
f / FrÚttir
EN

FrÚttir

Nřr matse­ill fyrir sumari­

 

Kátína umlukti staðinn okkar í morgun þegar nýr matseðill leit dagsins ljós. Kokkarnir okkar hafa unnið hörðum höndum síðasta mánuð eða svo að útbúa hinu gómsætu og girnilegu rétti, allt frá taðreyktri bleikju á flatköku að rifnum svínabóg í brioche brauði til íslenskra jarðarberja með vanillukremi. Humar er kominn aftur bæði í salat og sem aðalréttur á pönnu líkt og áður hefur verið. Einnig munum við bjóða upp á bleikju sem aðalrétt og svo munu lambalundir hvíla lambaskankann okkar um sinn.

Við gætum setið hér heillengi, talið upp og dásamað nýju réttina okkar. Eitt er nú víst að skrifað mál kemst ekki í hálfkvist við sjónræna upplifun, ilminn af nýframreiddum rétti né bragðlaukarússíbanann sem því fylgir. Hvetjum við því ykkur kæru vinir til að koma til okkar í upplifun frá fyrstu hendi.

 

 

 

Mynd: Fersk vorrúlla í sesam-soya sósu með lárperu, kóríander, gulrótum, mangó, vorlauk, hvítkál og chili-mæjónes.

Nřr matse­ill fyrir sumari­
Efst ß sÝ­u