Um Okkur
UM OKKUR
Fyrsta flokks hráefni &
framúrskarandi matreiðsla
Metnaður okkar liggur í fersku, fjölbreyttu og vönduðu hráefni og allur matur er lagaður frá grunni með hliðsjón að umhverfisvernd og sjálfbærni.
Veitingastaðurinn Nauthóll er í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir bjartur heilnæmur og fallegur andi. Starfsfólk Nauthóls leggur áherlsu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.
Nauthóll er með glæsilegan veislusal sem hentar fyrir fjölbreytt tilefni eins og árshátíðir, brúðkaup, fermingar, erfidrykkjur eða hvers kyns ráðstefnur og fundi. Hvert sem tilefnið er, þá tökum við vel á móti þér og þínum gestum.
Í Nauthólsvík getur þú upplifað tengsl við náttúruna, notið framúrskarandi matargerðar í huggulegu umhverfi og átt góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu.