Salurinn

Salurinn er við rætur Öskjuhlíðar og skartar óviðjafnanlegu útsýni yfir hafið. Úrvalslið matreiðslu- og framreiðslumanna okkar sér um að gera viðburðinn þinn ógleymanlegan!

Nauthóll býður til leigu glæsilegan veislusal sem hentar frábærlega fyrir alls konar viðburði, allt frá vörukynningum til árshátíða. Salurinn rúmar um 120 gesti til borðs og allt að 250 gesti í standandi veislu.  Hægt er að koma með skreytingar að óskum hvers og eins.

Salur

FYRIR ÖLL TILEFNI

Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er gott fundarhljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt .

Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að.

Fjöldamöguleikar

Bíóuppröðun 140 manns
Hringborð 120 manns
Hringborð – gestir sjá á skjávarpa 80 manns
U-uppröðun 30 manns

Til að sjá fleiri hugmyndir af uppröðun er tilvalið að skoða valmöguleikana í uppröðun á salnum.